Leiðin

Rangárthing Ultra verður ekki haldin 2021.

0 km
LEIÐIN
0 km
Á MALBIKI
0 km
Á MÖL
0 km
Á SLÓÐUM

Keppnin

Rangárþing Ultra hefur verið haldin þrisvar sinnum. Keppnin er sprottin uppúr Tour de Hvolsvöllur sem hafði aflað sér mikilla vinsælda undanfarin ár. Vegna þeirri hættu sem skapast vegna aukinnar umferðar á þjóðvegum landsins var ákveðið að síðasta keppnin, árið 2016, hafi verið sú síðasta.

Rangárþing Ultra er samstarfsverkefni Rangárþings eystra og Rangárþings ytra. Árið 2017 var lagt af stað frá Hellu og endað á Hvolsvelli en öfugt árið eftir. Umhverfi leiðarinnar er gríðarlega fallegt og háðu kempurnar úr Njálssögu bardaga sína á þessum slóðum. Við búumst við þeim í anda með þátttakendum og því er búist við hörku keppni!

Úrslit Rangárþings Ultra 2017 má nálgast hér. 

Úrslit 2018 eru ekki aðgengileg.

Praktísk atriði:
– Keppendum býðst skutl frá Hvolsvelli á Hellu eftir keppni.
– Ein drykkjarstöð er á leiðinni.
– Öllum keppendum er boðið í súpu, grill og sund að lokinni keppni.
– Veðurspáin er mjög hjólavæn!
– Vaðið yfir Fiská krefst varúðar.

Sjáumst í Rangárþing Ultra!

Reglur

Keppnisreglur

Þó svo að Rangárþing Ultra sé ekki haldið innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) þá gilda kaflar 3.4 til og með 7.8 í reglum HRÍ í mótinu, að öllum köflum þar á milli meðtöldum. Að auki gilda eftirfarandi reglur til viðbótar eða víkja til hliðar reglum HRÍ:

 1. Það er leyfilegt að þiggja mat / drykk á leiðinni utan drykkjarstöðva. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum rétta mat eða drykk úr bíl á ferð. Séu keppendur með fylgdarbíl má sá bíll keyra á undan keppendum og leggja þar sem bifreiðin getur verið með öll hjól utan keppnisbrautar. Þaðan má rétta mat og drykk inn í braut.

Að auki eru almennar reglur Alþjóðahjólreiðasambandsins (UCI) um fjallahjólamaraþon (XCM) hafðar til viðmiðunar við dómgæslu.

Dómarar með UCI-réttindi munu dæma keppnina. Þátttakendur sem ekki fara eftir þessum reglum eiga á hættu að verða skráðir úr mótinu eða vísað úr keppni.

Helstu atriði sem keppendur ættu sérstaklega að kynna sér úr reglum HRÍ:

 • Þátttaka er á ábyrgð keppenda.
 • Keppnin fer fram á opnum vegum, og ber keppendum að virða umferðarreglur öllum stundum, t.d. þegar bílum er mætt, eða þegar hjólað er út á akbraut.
 • Hvarvetna þar sem hjólað er á malbiki skal hjóla hægra megin við miðlínu.
 • Bannað er að nýta sér skjól af faratækjum.
 • Ekki má stytta sér leið. Yfirgefi keppandi keppnisleiðina verður hann að koma inn á hana á stað og hún var yfirgefin.
 • Það er leyfilegt að þiggja tæknilega aðstoð á leiðinni en ekki má skipta um stell. Sé farið út úr braut til þess að gera við búnað þarf að koma aftur inn á brautina á sama stað og farið var út úr henni og hefja þar keppni aftur.
 • Keppandi sem veldur truflun í keppni með því að hindra eða stofna öðrum keppanda í hættu (t.d. í endaspretti) dæmist úr leik. Ber þar helst að nefna skyndilegar hraða- og stefnubreytingar í hóp hjólara.
 • Í endaspretti skal keppandi undantekningalaust halda beinni línu og hafa a.m.k. aðra hendi á stýrinu. Dómari getur áminnt keppanda, dæmt keppenda aftast í hóp eða dæmt keppenda úr keppni, eftir alvarleika brotsins.
 • Keppandi sem fer yfir marklínu má ekki bremsa niður fyrr en 50 metrum eftir hana og þá skal hann fara út í vegkant eða út af veginum áður en hann stöðvast alveg. Ekki má vera stopp á miðjum veginum eftir marklínu. Alls ekki má hjóla til baka að marki nema í vegkanti, og þá einungis mjög hægt. Ekki má fara aftur yfir tímatökubúnað.

Búnaður: Allir keppendur skulu hjóla með reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur.

Leyfileg hjól:

 • Öll venjuleg reiðhjól eru leyfileg í keppninni, en gæta skal að búnaður á því (ef til staðar), svo sem standari, bögglaberi, bretti eða annað slíkt, sé vel festur, og af búnaðinum stafi ekki hætta fyrir aðra keppendur.
 • Liggistýri, letingjar, TT-bars eða annar sambærilegur búnaður er bannaður í allri keppninni. Venjulegir stuttir stýrisendar (festir á enda fjallahjólastýris) eru leyfðir.

Fylgdarbílar: Fylgdarbíla skal skrá með því að senda tölvupóst á nanna@hvolsvollur.is fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 13. júní.

Eftirfarandi skal koma fram:

 1. Hvaða keppanda/keppendum er verið að fylgja eða tilgreina lið.
 2. Skráningarnúmer bíls, gerð og litur.
 3. Nafn, netfang og símanúmer bílstjóra og aðstoðarmanns (sé um hann að ræða).

Allir bílar í braut á vegum eða með heimild mótsstjórnar eiga að vera merktir í afturrúðu og hliðarrúðum með einkennisstaf:

Dómarabílar                      D
Ljósmyndarabílar og álíka M
Aðrir bílar mótsstjórnar      K
Fylgdarbílar                      F

Fylgdarbílar skulu einnig vera merktir í framrúðu (neðst hægra megin), þó ekki þannig að byrgi bílstjóra sýn.

Fylgdarbílar skulu í einu og öllu fara eftir fyrirmælum dómara og skulu alltaf keyra á eftir dómara; fylgdarbílar mega aldrei vera á milli dómarabíls og keppenda nema með sérstöku leyfi dómara. Þegar tími á milli hópa er orðinn nægur til að dómari telur það vera öruggt að fara á milli hópa færir dómarabíllinn sig á milli hópanna og þeir fylgdarbílar sem eiga liðsmenn í þeim hóp fylgja á eftir en aðrir elta sinn hóp.

Einungis má veita aðstoð þegar fylgdarbíllinn er kyrr og þar sem það er öruggt, sjá reglu A.

Allir bílar í braut skulu alltaf hafa hættuljós (hazard ljós) blikkandi.

Brot á reglum:

 • Þáttakandi sem fer ekki eftir ofangreindum reglum verður dæmdur úr keppni ef annað er ekki tekið fram í tiltekinni reglu.
 • Mótsstjórn áskilur sér rétt til að stöðva í ræsingu hvern þann sem ekki fylgir þessum reglum.

Skilmálar vegna þátttöku í Rangárþing Ultra 2019

Keppendur verða að undirrita skilmála vegna þátttöku áður en keppni hefst.

 • Keppendur og þeirra búnaður er á eigin ábyrgð.
 • Rangárþing Ultra áskilur sér rétt á að nota myndir og myndbandsbúta af þáttakendum í markaðsefni keppninar.
 • Það er með öllu óheimilt að henda rusli á keppnisbrautinni að undanskildu þar sem starfsfólk keppninnar getur tekið við því. Einnig má afhenda fylgdarfólki eða fylgdarbíl rusl á leiðinni.
 • Flagan festist á hjólið. Engin flaga enginn tími. Flögunni verður að skila, starfsmaður tekur flöguna af hjólinu eftir keppni.

Hafðu samband

Endilega hafðu samband ef einhverjar spurning vakna um keppnina.