Leiðin

Keppnin hefst á Hellu og er hjólað í Hvolsvöll. Nánari brautarlýsing kemur á næstu dögum.

Skráning hefst 10. apríl 2019. Skráningargjaldið er 5.500 kr 15. apríl – 15. maí en frá 16. maí og fram að keppni hækkar það í 6.500 kr.

Drög að dagskrá:

17:00 – 18:00 Afhending gagna.

18:15 Keppendafundur

19:00 Ræs

22:00 Verðlaunaafhending

0 km
LEIÐIN
0 km
Á MALBIKI
0 km
Á MÖL
0 km
Á SLÓÐUM

Keppnin

Keppnin er sprottin uppúr Tour de Hvolsvöllur sem hafði aflað sér mikilla vinsælda undanfarin ár. Vegna þeirri hættu sem skapast vegna aukinnar umferðar á þjóðvegum landsins var ákveðið að síðasta keppni, árið 2016, hafi verið sú síðasta.

Rangárþing Ultra er samstarfsverkefni Rangárþings eystra og Rangárþings ytra. Árið 2017 var lagt af stað frá Hellu og endað á Hvolsvelli en öfugt árið eftir. Umhverfi leiðarinnar er gríðarlega fallegt og háðu kempurnar úr Njálssögu bardaga sína á þessum slóðum. Við búumst við þeim í anda með þátttakendum og því er búist við hörku keppni!

Úrslit Rangárþings Ultra 2017 má nálgast hér. 

Úrslit 2018 eru ekki aðgengileg.

Praktísk atriði:
– Keppendum býðst skutl frá Hvolsvelli á Hellu eftir keppni.
– Ein drykkjarstöð er á leiðinni.
– Öllum keppendum er boðið í súpu, grill og sund að lokinni keppni.
– Veðurspáin er mjög hjólavæn!
– Vaðið yfir Fiská krefst varúðar.

Sjáumst í Rangárþing Ultra!

Reglur

Almennar reglur Alþjóða Hjólreiðasambandsins (UCI) um fjallahjólamót (XC-marathon) eru hafðar til viðmiðunar við dómgæslu. Þátttakendur sem ekki fara eftir neðangreindum reglum eiga á hættu að verða skráðir úr mótinu. Þær eru fyrst og fremst hugsaðar til að tryggja öryggi keppenda.

Reglur þessar eru fyrst og fremst hugsaðar til að tryggja öryggi allra keppenda og biðlum við til keppenda um að sýna mótshöldurum skilning og fara eftir reglunum í einu og öllu.

  • Keppendur og þeirra búnaður er á eigin ábyrgð.
  • Allir keppendur skulu hjóla með reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur.
  • Liggistýri, letingjar, TT-bars eða annar sambærilegur búnaður er bannaður í allri keppninni. Venjulegir stuttir stýrisendar (festir á enda fjallahjólastýris) eru leyfðir.
  • Öll venjuleg reiðhjól eru leyfileg í keppninni, en gæta skal að búnaður á því (ef til staðar), svo sem standari, bögglaberi, bretti eða annað slíkt, sé vel festur, og af búnaðinum stafi ekki hætta fyrir aðra keppendur.
  • Flagan festist á hjólið.  Engin flaga enginn tími. Flögunni verður að skila, starfsmaður tekur flöguna af hjólinu eftir keppni.
  • Keppnin fer fram á opnum vegum, og ber keppendum að virða umferðarreglur öllum stundum, t.d. þegar bílum er mætt, eða þegar hjólað er út á akbraut.
  • Rangárþing Ultra áskilur sér rétt á að nota myndir og myndbandsbúta af þáttakendum í markaðsefni keppninar.
  • Það er leyfilegt að þiggja mat / drykk á leiðinni utan drykkjarstöðva. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum rétta mat eða drykk úr bíl á ferð. Séu keppendur með fylgdarbíl má sá bíll keyra á undan keppendum og leggja þar sem bifreiðin getur verið með öll 4 hjól utan keppnisbrautar. Þaðan má rétta mat og drykk inn í braut.
  • Það er leyfilegt að þiggja tæknilega aðstoð á leiðinni en ekki má skipta um stell. Sé farið út úr braut til þess að gera við búnað þarf að koma aftur inn á brautina á sama stað og farið var út úr henni og hefja þar keppni aftur.
  • Það er með öllu óheimilt að henda rusli á keppnisbrautinni að undanskildu þar sem starfsfólk keppninnar getur tekið við því. Einnig má afhenda fylgdarfólki eða fylgdarbíl rusl á leiðinni.

Hafðu samband

Endilega hafðu samband ef einhverjar spurning vakna um keppnina.